Hjálpumst að við að fylgjast með verðlaginu!
Neytandinn er ókeypis app sem hjálpar einstaklingum að halda utan um sín innkaup, samhliða því að galopna upplýsingar um verðlag og vöruframboð á Íslandi. Sæktu appið, byrjaðu að skrá strimlana þína og þú færð yfirlit yfir þína eigin neyslu.
Hvernig þá?
- Þú notar appið til að skanna strimlana þína
- Við vinnum úr strimlunum upplýsingar um verðlag, vörur og verslanir
- Saman getum við fylgst með vöruverði og hjálpast að við að koma upplýsingum upp á yfirborðið.