Neytandinn
Hjálpumst að við að fylgjast með verðlaginu!

Neytandinn er ókeypis app sem hjálpar einstaklingum að halda utan um sín innkaup, samhliða því að galopna upplýsingar um verðlag og vöruframboð á Íslandi. Skráðu strimlana þína og þú færð yfirlit yfir þína eigin neyslu.

Þá getur þú líka sent Neytendasamtökunum gagnlegar ábendingar ef þú verður var við eitthvað gott eða slæmt.

 • App Store
 • Google Play Store

Hvernig virkar þetta?

Neytandinn app
Þú notar appið til að skanna strimlana þína
Unnar upplýsingar
Við vinnum úr strimlunum upplýsingar um verðlag, vörur og verslanir
Sameiginlegur hagur
Saman getum við fylgst með verði á allri dagvöru, alls staðar og hjálpumst að við að koma upplýsingum upp á yfirborðið.

Betri upplýsingar - upplýstari neytendur

Karfa
HVAR Á ÉG AÐ VERSLA?
Hvar fást vörurnar sem ég kaupi? Hvar eru þær ódýrastar?
Línurit
ÞRÓUN VERÐLAGS
Hvernig er verðlagið að þróast? Hvað hefur áhrif á það? Þiggjum strimilinn, söfnum gögnum og fylgjumst með verðlagsþróun.
Strimlar
ÞÍN INNKAUPASAGA
Þú heldur á einfaldan hátt utan um hvað þú verslar, hvar og hvenær
Sameining
SAMEIGINLEGUR HAGUR
Saman getum við fylgst með verði á allri dagvöru, alls staðar og hjálpumst að við að koma upplýsingum upp á yfirborðið.

Hvernig sendi ég inn strimla?

 • 1. Sæktu appið
 • 2. Skráðu þig inn
 • 3. Taktu mynd af strimlinum
  • Aðeins einn strimill í einu
  • Allur strimillinn verður að vera í mynd en vertu eins nálægt og þú getur
  • Reyndu að hafa bakgrunninn eins einsleitan og mögulegt er
 • 4. Hátæknimaskínan tekur á móti strimlinum og les úr honum
 • 5. Eftir stutta stund er strimillinn tilbúin og þú getur séð upplýsingar um hann í appinu
 • AppStore
 • Google Play store

Staða verkefnisins

Strimlar
Þátttakendur
Verðathuganir